Nám í Bowentækni





Til að verða fullgildur Bowentæknir þarf að klára 5. stig.
Hvert stig eru þrír dagar föstudagur-laugardagur og 
sunnudagur
Hver dagur er frá kl 8:30 til kl 17:00 

það eru ca 2 mánuðir rúmir á milli stiga og byrjar skólinn á haustin og útskrift að vori til og er skólinn staðsettur á Grensásvegi 50 annari hæð í Heilsumiðstöð Reykjavíkur.




Bowen skólaárið 2018-2019


Dagsetningarnar fyrir fyrri hópinn eru:
 
1. stig 17.-19. ágúst 
2. stig 26. - 28. okt   
3. stig 11. -13. jan   
4. stig 1.- 3. mars     


Dagsetningar fyrir seinni hópinn eru: 

1. stig   28 – 30.sept 
2. stig 23. – 25. nóv   
3. stig 25. – 27. jan    
4. stig 1.  –  3. mars    


5. stigið verður dagana 2. - 4. apríl 2019 

Nemendur fá íslenskar kennslubækur. 
Kennari á námskeiðinu verður 
Jórunn H.M Símonardóttir 
CBS Bowen kennari á Íslandi 
College of Bowen Studies í Englandi. 


Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Jórunni, 

sími: 8634789 
email. jorunn@bowenskoli.is






Reynslusögur frá Nemendum:


Ég sá auglýsingu um námskeið á netinu um Bowentækni. Það eina sem ég vissi um Bowen var að
vinkona mín hafði fengið bata á tennisolnboga í gegnum aðferðina. Ég hafði áhuga á að kynna mér
þetta nánar þar sem ég starfa sem nuddari og er sífellt að leita leiða við að bæta við þekkingu mína.
Þegar ég mætti á 1.stig námskeiðsins hafði ég ekki mikla trú á að þessar litlu hreyfingar gætu skipt
sköpum. Þegar Jórunn spurði hvort einhver kenndi sér meins einhversstaðar, sagði ég frá því að ég
væri með frosna öxl og gæti ekki lyft henni hærra en 90° beint út eftir vinnuslys sem ég varð fyrir
þegar ég starfaði sem smiður. Á þriðja degi námskeiðsins gerði Jórunn hreyfinguna öxl á mér og ég
ákvað með sjálfum mér að ef hún gæti lagað öxlina mína myndi ég halda áfram og klára námið en
ef ekki myndi ég hætta. Tveimur tímum síðar gat ég lyft hendinni upp yfir öxl, sem ég hafði ekki
getað gert í 8 ár. Það tók mig tvo daga að sannfærast um að batinn var kominn til að vera og þar
með hurfu allar mínar efasemdir.
Í dag er ég stoltur og starfandi Bowentæknir og held áfram að miðla þessari tækni til fólks og eftir
reynslu mína og annarra sem ég hef meðhöndlað mæli ég hiklaust með Bowentækni.

Nils Guðjón Guðjónsson 
Bowentæknir/Nuddari/Trésmiður 
Bláskógabyggð 
8976944 
nilsgudjon@gmail.com 




Ég var búin að leita lengi eftir aðferð sem getur unnið með líkamann í heild, þar sem ég er búin að vinna með reiki í 20 ár og hef þróað punkta tækni með því, og fannst vanta eitthvað, ég var búin að kynna mér punkta nudd, og fleiri meðferða aðferðir enn fann ekki það sem ég var að leita af fyrr en ég las um bowen tæknina, Námið var virkilega gefandi og skemmtilegt að takast á við nýja hluti, Jórunn er snilldar kennari og með mikla reynslu á sínu sviði, það verður enginn svikinn með þessu frábæra námi.
eftir Bowen námið er komin heild hjá mér og get ég loks gefið fullnægjandi meðferð sem vinnur með allan líkamann og orkusvæðin í leiðinni.

Ragnheiður Braeckman 
Bowentæknir í Reykjavík 
778-9092 
ragnhs@gmail.com 
www.bowen.n.nu 




Í gegnum árin hefur Bowenmeðferð hjálpað mér mikið m.a. með bakvandamál. Nú þegar ég er farin að vinna við Bowenið gefur það mér ómælda gleði að hjálpa öðrum. Takk elsku Jórunn Símonardóttir, þessi námstími var hreint yndislegur, námið frábært og að kynnast þér eru algjör forréttindi, hvetjandi, skemmtileg og umfram allt góður kennari.

Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir 
Hjúkrunarfræðingur og Bowentæknir 
Reykjavík 
6998905 
bowenmedferd@gmail.com 




Eftir smá pælingu ákvað ég að skella mér í Bowen nám hjá Jórunni sem ég mæli klárlega með Fyrst hugsaði ég með mér að ég gæti hjálpað fjölskyldunni og þegar ég sá hvað bowen gerði gott fyrir alla fór ég að vinna við bowen og er að elska að horfa á fólk labba út ánægt og líða vel eftir meðferð
Bowen námið er svo frábært hvað það hefur hjálpað mér að þroskast og finna það sem mér langar að vinna við svo er kennarinn líka æðislegur gerið námið svo líflegt og skemmtilegt tala nú ekki um hvað ég kynntist æðislegum skvísum í náminu

Mæli klárlega með Bowen 
Þórey Björk Þórisdóttir 
Bowentæknir í Búðardal 
Leiðólfstaðir ll 
8211183 
thoreyb@gmail.com 





Elsku Jórunn og Margeir
Ég vil óska ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Það er alveg ótrúlegt að það sé næstum komið ár síðan ég byrjaði í Bowen náminu. Á þessu ári hefur ansi mikið gerst og mér opnast heimur sem ég er svo sannarlega stolt af að tilheyra. Ég átti ekki von á því að vera komin á fullt svona fljótt. Takk fyrir allt elsku þið. Ég er þakklát og auðmjúk fyrir það sem þið hafið gefið mér. Ég tek fagnandi á móti nýju ári og hlakka til að bæta við mig þekkingu og færni í Bowen tækninni. Kærleikskveðja,

Lóa Rut Reynisdóttir 
Bowentæknir í Reykjanesbæ 
8699456 
loar@simnet.is 






Ég fór í Bowen námið því ég sá svo mikla möguleika í því og svo fannst mér svo flott hvað það var að gera fyrir þá sem voru að takast á við veikindi... mismikil veikindi. Ég sé sko ekki eftir því... Bowen er rosalega skemmtilegt og gefandi. Það skemmir nú ekki fyrir að kennarinn okkar kemur hlutunum vel og skemmtilega frá sér. Hún veit hvað okkur vantar að heyra til að halda áhuga okkar. Ég segi bara að fyrir mig er þetta snilld. 

Kristbjörg ST. Gísladóttir 
Bowentæknir/Ráðgjafi ICDAC /MPNLP 
Selfoss og Reykjavík 
​8476757 
kristbjorg.radgjof@gmail.com 
 




Ég mæli með þessu! 😊 Námið er svo sannarlega spennandi og gefandi og það kom mér svo skemmtilega á óvart 😘 Jórunn er besti og skemmtilegasti kennari sem ég hef kynnst. Ég útskrifaðist í vor 2017 og væri til í að fara annan hring 😉

Aðalheiður Svanhildardóttir
Kennari/Bowentæknir/Reikimeistari
8225680
Reykjavík
heidaheilun@gmail.com
Comments