Hérna færðu smá fróðleik varðandi heilsu.. |
Heilsu fræðsla
Hemi - Sync
mikilvægi samstillingar heilahvela hjá börnum með námsörðugleika og athyglisbrest: "Hemi-Sync er tvítóna hljóðtækni sem samstillir heilahvelin og auðveldar nám. Tæknin hefur m.a. verið þróuð með tilliti til ADD/ADHD og einhverfu." ÁRANGURSRÍKT nám og þroski krefst notkunar á báðum heilahvelum og sama gildir um góð samskipti. Til að ná árangri í stærðfræði þarf t.d. að bera kennsl á mynstur og rúm ásamt því að hafa gott minni og ágæt tök á notkun tákna. Sérhvert námsatriði sem vel tekst til við snertir bæði hægri og vinstri hluta heilans. Því er það mikilvægt að samstilla hann. Hemi-Sync er tvítóna hljóðtækni sem samstillir heilann samtímis því að breyta tíðni heilabylgna og tíðnimynstrum. Athyglin verður einbeittari, minni eykst og fólk hvílist betur meðan það sefur en svefn er mjög mikilvægur þáttur í öllu námsferli. Hemi-Sync hefur verið þróað og rannsakað við Monroe-stofnunina í Bandaríkjunum í 47 ár í samvinnu við marga virta háskóla, geðlækna, lækna, kennara, verkfræðinga og fleiri bæði innan og utan Bandaríkjanna. Hemi-Sync nýtist einstaklingum með hverskyns námsörðugleika, ofvirkni, athyglisbrest, einhverfu, lesblindu og heilalömun (cerebral palsy). Hemi-Sync hjálpar einhverfum börnum að ná samhæfingu skynsviða en einhverf börn eiga í erfiðleikum með að vinna úr taugaboðum og upplýsingum frá einu heilahveli til annars. Áhrif beta-tíðninnar á heila barna með athyglisbrest og/eða ofvirkni (ADD) eru aukin eftirtekt á sama tíma og hvatlyndi þeirra og ofvirkni minnkar. Hin samvirku áhrif skapa ýmiss konar örvun sem hefst í heilaberki og nær til randkerfis þar sem tilfinningum okkar er hrundið af stað. Metamúsik með Hemi-Sync-mynstri getur einnig hjálpað lesblindu fólki og þeim sem lesa hægt þar sem bæði atriðin tengjast villu í tímasetningu milli heilahvelanna. Þegar við lesum eru flestir góðir lesendur með vinstra heilahvel virkt á tíðninni 13 rið (beta-tíðni) og miðlungsmögnun. Lesblindir á hinn bóginn hafa tilhneigingu til að vera með 10 riða tíðni (alfa-tíðni) og fremur háa mögnun þótt sumir þeirra hafi óvenjulega lága mögnun. Litli heili þeirra sem eru lesblindir hefur enn ekki lært samhæfingu og tímasetningu sem tengist innra jafnvægi líkamans. Svo virðist sem samhæf blanda tónsmíða með yfirtónum á beta-tíðni og Hemi-Sync-ívafi auðveldi nauðsynlega samstillingu heilans fyrir einbeitta athygli. Tónlistarumhverfi hjálpar okkur að læra af röggsemi fremur en af erfiðismunum. Hemi-Sync nýtist ekki síður við ofurnám sem einstaklingum með námsörðugleika. Hemi-Sync-hjóðdiskar eru nú loks fáanlegir hér á landi í vefversluninni www.puls.is. Þýtt og endursagt úr grein eftir Carmen Montoto, leiðbeinanda frá Monroe-stofnuninni. Höfundur er höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari, lífeindafræðingur og dreifingaraðili Hemi-Sync á Íslandi |
Drekktu vatn!
Ein af grundvallarskilyrðum góðrar heilsu er vatn, og það er einnig
nauðsynlegt í kjölfar bowenmeðferðar. Afleiðingar bowen eru almennt þær
að líkaminn fer að auka blóðflæði til taugaenda og hefur áhrif á
hreyfingu sogæðavökva um líkamann. Á sama hátt kallar heilinn eftir
vatnsbirgðum ef hann rekst á svæði sem þarf að hreinsa eða vökva og
notar sogæðakerfið til að skola burt rusli og eiturefnum sem eru til
trafala. Og af því sogæðakerfið hefur ekki eigin dælu þarf það að
treysta á hreyfingu og vöðvasamdrátt til að koma vökvanum um líkamann. Ímyndaðu
þér fúla tjörn, sem vatn flæðir hvorki í né úr. Lífið í tjörninni er
staðnað og takmarkað, hefur lítið súrefni úr að moða en mikið slý og
óþverra. Hægt er að lýsa líkama sem fær litla hreyfingu og lítið af
vatni á sama hátt. Með því að veita vatni í tjörnina okkar myndast
hreyfing, straumur og orka.. |
Túrmerik
Túrmerik er sýkladrepandi og vinnur gegn bólgu í líkamanum.
Virka efnið í túrmeriki kallast kúrkúma og gengur kryddið í
sumum tilvikum undir því nafni.
Sýnt hefur verið fram á að kúrkúma getur unnið gegn fjölmörgum tegundum krabbameina, t.d. krabbameini í ristli, lifri, maga, brjóstum, eggjastokkum, heila og hvítblæði. Rannsóknir á músum hafa sýnt að kúrkúma getur komið í veg fyrir myndun æxla í kjölfar langvarandi notkunar á krabbameinsvaldandi efnum s.s. vegna reykinga. Það sem er einnig mjög athyglisvert varðandi virkni túrmeriks er það að þegar vísindamenn í Tævan fóru að meðhöndla krabbamein með túrmeriki í hylkjum var það mjög vanmáttugt og upptaka þess sérlega takmörkuð í meltingarfærunum . Þá kom í ljós að þegar túrmerik er ekki notað samhliða svörtum pipar í matargerð (eins og er venjan í Indlandi) þá nær líkaminn ekki að vinna túrmerik þannig að það hafi bólguhemjandi áhrif. Svartur pipar rúmlega tvöþúsundfaldar virkni túrmeriks í líkamanum og er því mikilvægt að nota þessi krydd saman þegar eldað er. Einnig er mikilvægt að túmerik blandist saman við olíu þegar það er notað í matargerð. Þess vegna er venjan í indverskri matargerð að steikja fyrst laukinn upp úr olíu og bæta því næst kryddunum, þ.á.m. túrmerik og svörtum pipar, út í og láta kryddin blandast olíunni og lauknum áður en lengra er haldið.
|
Blaðgræna
Öll viljum við jú verða basískari,
og við ættum í raun að vera a.m.k 80% basísk og 20% súr en
raunin hérna á vesturlöndum a.m.k að við erum 70% súr og 30%
basísk.Því súrari sem við erum því
auðveldara er að laða að sér allar flensur, sjúkdóma og fleiri
krankleika en með því að taka inn blaðgrænu
(chlorophyll) þá erum við að koma ofan í okkur basískum drykk Blaðgrænu er í öllum grænum plöntum og er mikilvægasti þátturinn í ljóstillífun plantna, en þannig framleiða plöntur súrefni og sykur úr koltvísýringi og vatni, sem er jú undirstaðan fyrir lífi hér á jörð. Einnig vinnur Blaðgrænan á örverum. Hún örvar frumu- og vefjavöxt og er því græðandi þegar húð eða vöðvar verða fyrir hnjaski. Blaðgræna getur gagnast við niðurgangi og útbrotum. Hún er lykteyðandi og er notuð við andremmu en einnig sem svitalyktareyðir og við þembu. Áhrifamáttur blaðgrænu sem munnskol er tvíþætt, bæði eyðir hún þeim bakteríum sem skemma tennur og þeirri lykt sem oft vill fylgja þeim, því hefur blaðgræna einnig verið notuð í tannkrem.
|
Eplaedik
Epli eru uppfull af vítamínum, steinefnum, kolvetnum og ensímum (og þar á meðal pektín). Pektín er ensím sem nýtist við niðurbrot próteina í meltingarveginum, og virkni þess stjórnast af sýrustigi meltingarfæra. Eplaedik er náttúrulegt efni sem unnið er úr ferskum, þroskuðum eplum sem eru látin gerjast. Úr því fæst eplacider sem er látinn gerjast aðra umferð og verður þá til eplaedik. Það inniheldur öll þau næringarefni sem eplið sjálft býr yfir en við gerjunina myndast fleiri góð efni. Til dæmis eykst magn ensíma og góðra gerla en það er mikilvægt fyrir uppbyggingu heilbrigðrar þarmaflóru. Ef þarmaflóran er í ójafnvægi kallar það á magavandamál sem veldur svo lélegu ónæmiskerfi. Með lélegu meltingar- og ónæmiskerfi koma fram mörg önnur vandamál eins og sveppasýking, höfuðverkur, munnangur, aukin slímmyndun, ofnæmi, húðvandamál, vefjagigt, liðagigt, síþreyta, andlegt ójafnvægi, meiri viðkvæmni fyrir pestum og lengi mætti telja. Ef ekkert er að gert getur það valdið enn alvarlegri sjúkdómum. Þar sem eplaedik inniheldur lifandi góða gerla stuðlar það að betri þarmaflóru sem veldur betri og örari meltingu. Sýrustig líkamans er mjög umtalað vandamál. Eplaedikið hefur þann eiginleika að gera líkamann basískari. Það virkar vel gegn brjóstsviða, bjúgsöfnun og ýmsum húðvandamálum, en þarf að nota í réttu magni og á réttan hátt. Eplaedik er mjög súrt þó það virki basískt á líkamann og húð. Ef húðin er mjög viðkvæm þá má blanda eplaedikið með vatni eða hreinni ólífuolíu. Meltingin getur orðið betri þar sem eplaedik virkar sem náttúrulegur acidophilus Mælt er með því að blanda 2-3 matskeiðum í volgt vatn. Blanda í það 1 teskeið af lífrænu hunangi og drukkið tvisvar á dag. Þetta bragðast eins og gott te. Ef ástandið er slæmt má auka skammtinn í 4 matskeiðar þrisvar sinnum á dag en minnka aftur þegar ástandið batnar. Á útvortis bólgur má nota eplaedik óblandað í bakstra. Það má bera óblandað eplaedik á sár, bólgur, marbletti og fl. Gott til að leggja við mar eða tognun ökkla eða annara liðamóta. Klútur er vættur í eplaediki og lagður beint á marið eða bólgna svæðið og svo vafið með eldhúsplastfilmu (vitavrap) svo klúturinn þorni ekki. Haft á í 1-2 klst. Ef sár er á húð þarf að þekja sárið með vasalíni/júgursmyrsl fyrst. Eplaedik er mjög gott til að jafna sýrustig líkamans og koma honum þannig í hlutlausan einnig hefur það sýkla- og bólgueyðandi áhrif án aukaverkana. |
Epsom salt
![]() miklu máli fyrir líkamann og ráða því hvort vöðvar hans virka vel eða illa eða hvort líkamsorkan er öflug eða léleg. Auk þess að efla upptöku á magnesíum og styrkja þannig líkamsstarfsemina almennt verður húðin mjög mjúk af því að vera böðuð úr Epsom salti. Saltið dregur líka úr gigtarverkjum og kalkmyndun í liðum. Í baðvatnið: 2 bollar af Epsom salti í fullt baðkar af vatni. Þeir sem vilja geta bætt ¼ bolla af matarsóda út í vatnið. Liggið í vatninu í 20 mínútur. Skolið líkamann vel áður en þið þurrkið ykkur. Í handa- eða fótabað: 1-2 msk í 1 L. af Epsom salti út í ílát sem fætur eða hendur passa vel í. Fyllið af volgu vatni. Leggið hendur eða fætur í bleyti í 15 mínútur eða svo, Skolið vel. Gott við gigtarverkjum og bólgum. Þeir sem eru með sár á fótum eða höndum geta sett júgursmyrsl á sárin fyrir meðferð. Þá svíður ekki undan saltinu. |