Heilsu fræðsla‎ > ‎

Blaðgræna

posted Jan 29, 2012, 4:00 PM by Jórunn Símonardóttir   [ updated Feb 4, 2012, 3:37 PM ]
Öll viljum við jú verða basískari, og við ættum í raun að vera a.m.k 80% basísk og 20% súr en raunin hérna á vesturlöndum a.m.k að við erum 70% súr og 30% basísk.Því súrari sem við erum því auðveldara er að laða að sér allar flensur, sjúkdóma og fleiri krankleika en með því að taka inn blaðgrænu (chlorophyll) þá erum við að koma ofan í okkur basískum drykk

Blaðgrænu er í öllum grænum plöntum og er mikilvægasti þátturinn í ljóstillífun plantna, en þannig framleiða plöntur súrefni og sykur úr koltvísýringi og vatni, sem er jú undirstaðan fyrir lífi hér á jörð.

Einnig vinnur Blaðgrænan á örverum. Hún örvar frumu- og vefjavöxt og er því græðandi þegar húð eða vöðvar verða fyrir hnjaski. Blaðgræna getur gagnast við niðurgangi og útbrotum. Hún er lykteyðandi og er notuð við andremmu en einnig sem svitalyktareyðir og við þembu. Áhrifamáttur blaðgrænu sem munnskol er tvíþætt, bæði eyðir hún þeim bakteríum sem skemma tennur og þeirri lykt sem oft vill fylgja þeim, því hefur blaðgræna einnig verið notuð í tannkrem.


Comments