Heilsu fræðsla‎ > ‎

Drekktu vatn!

posted Jan 29, 2012, 4:13 PM by Jórunn Símonardóttir   [ updated Jun 5, 2012, 3:04 PM by Bowentækni Bjarmi.net ]
Ein af grundvallarskilyrðum góðrar heilsu er vatn, og það er einnig nauðsynlegt í kjölfar bowenmeðferðar. Afleiðingar bowen eru almennt þær að líkaminn fer að auka blóðflæði til taugaenda og hefur áhrif á hreyfingu sogæðavökva um líkamann. Á sama hátt kallar heilinn eftir vatnsbirgðum ef hann rekst á svæði sem þarf að hreinsa eða vökva og notar sogæðakerfið til að skola burt rusli og eiturefnum sem eru til trafala. Og af því sogæðakerfið hefur ekki eigin dælu þarf það að treysta á hreyfingu og vöðvasamdrátt til að koma vökvanum um líkamann.

Ímyndaðu þér fúla tjörn, sem vatn flæðir hvorki í né úr. Lífið í tjörninni er staðnað og takmarkað, hefur lítið súrefni úr að moða en mikið slý og óþverra. Hægt er að lýsa líkama sem fær litla hreyfingu og lítið af vatni á sama hátt. Með því að veita vatni í tjörnina okkar myndast hreyfing, straumur og orka..
Comments