Heilsu fræðsla‎ > ‎

Epsom salt

posted Oct 19, 2009, 1:17 PM by Jórunn Símonardóttir   [ updated Sep 19, 2012, 2:16 AM by Bowentækni Bjarmi.net ]
Margir þekkja nú þegar eiginleika Epsom saltsins, sem er mjög ríkt af magnesíum. Með því að setja Epsom salt í baðvatnið og liggja í því í tuttugu mínútur, getur líkaminn tekið upp efnið úr vatninu í gegnum húðina. Magnesíum er eitt veigamesta snefilefnið, sem frumur líkamans þurfa nauðsynlega á að halda til að starfa eðlilega. Í því er að finna rúmlega 300 ensím, sem mörg skipta gífurlega

miklu máli fyrir líkamann og ráða því hvort vöðvar hans virka vel eða illa eða hvort líkamsorkan er öflug eða léleg.

Auk þess að efla upptöku á magnesíum og styrkja þannig líkamsstarfsemina almennt verður húðin mjög mjúk af því að vera böðuð úr Epsom salti. Saltið dregur líka úr gigtarverkjum og kalkmyndun í liðum.

Í baðvatnið: 2 bollar af Epsom salti í fullt baðkar af vatni. Þeir sem vilja geta bætt ¼ bolla af matarsóda út í vatnið. Liggið í vatninu í 20 mínútur. Skolið líkamann vel áður en þið þurrkið ykkur.

Í handa- eða fótabað: 1-2 msk í 1 L. af Epsom salti út í ílát sem fætur eða hendur passa vel í. Fyllið af volgu vatni. Leggið hendur eða fætur í bleyti í 15 mínútur eða svo, Skolið vel. Gott við gigtarverkjum og bólgum. Þeir sem eru með sár á fótum eða höndum geta sett júgursmyrsl á sárin fyrir meðferð. Þá svíður ekki undan saltinu.

Comments