Heilsu fræðsla‎ > ‎

Túrmerik

posted Jan 29, 2012, 4:09 PM by Jórunn Símonardóttir   [ updated Sep 19, 2012, 2:17 AM by Bowentækni Bjarmi.net ]
Túrmerik er sýkladrepandi og vinnur gegn bólgu í líkamanum. Virka efnið í túrmeriki kallast kúrkúma og gengur kryddið í sumum tilvikum undir því nafni.

Sýnt hefur verið fram á að kúrkúma getur unnið gegn fjölmörgum tegundum krabbameina, t.d. krabbameini í ristli, lifri, maga, brjóstum, eggjastokkum, heila og hvítblæði. Rannsóknir á músum hafa sýnt að kúrkúma getur komið í veg fyrir myndun æxla í kjölfar langvarandi notkunar á krabbameinsvaldandi efnum s.s. vegna reykinga.

Það sem er einnig mjög athyglisvert varðandi virkni túrmeriks er það að þegar vísindamenn í Tævan fóru að meðhöndla krabbamein með túrmeriki í hylkjum var það mjög vanmáttugt og upptaka þess sérlega takmörkuð í meltingarfærunum . Þá kom í ljós að þegar túrmerik er ekki notað samhliða svörtum pipar í matargerð (eins og er venjan í Indlandi) þá nær líkaminn ekki að vinna túrmerik þannig að það hafi bólguhemjandi áhrif. Svartur pipar rúmlega tvöþúsundfaldar virkni túrmeriks í líkamanum og er því mikilvægt að nota þessi krydd saman þegar eldað er. Einnig er mikilvægt að túmerik blandist saman við olíu þegar það er notað í matargerð. Þess vegna er venjan í indverskri matargerð að steikja fyrst laukinn upp úr olíu og bæta því næst kryddunum, þ.á.m. túrmerik og svörtum pipar, út í og láta kryddin blandast olíunni og lauknum áður en lengra er haldið.Comments