Heilsuvernd‎ > ‎

blöðruhálskrabbamein og blöðruhálskirtilsstækkun

posted Mar 14, 2013, 6:52 AM by Bowentækni Bjarmi.net
Blöðruhálskirtilskrabbamein er oftast einkennalaust þangað til að æxlið er orðið það stórt að það hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilshýðið. Einkennin eru þá svipuð og við góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun, sem er mun algengara fyrirbæri en blöðruhálskirtilskrabbamein. Dæmigerð einkenni eru tíð þvaglát, erfiðleikar við að byrja þvaglát, kraftlítil þvagbuna og erfiðleikar við að tæma þvagblöðruna. Ef þess háttar erfiðleikar koma fram nokkuð snögglega getur það bent til að orsökin sé krabbameinsmyndun fremur en góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun. Stundum koma fyrstu einkenni blöðruhálskirtilskrabbameins frá meinvörpum æxlisins. Þau geta til dæmis verið bakverkir vegna meinvarpa í beinagrind, aðallega í hryggsúlu. Þreyta og þyngdartap geta einnig verið einkenni blöðruhálskirtilskrabbameins.

 upplýsingar  hjá framfor.is
Comments