Hvað er Bowentækni? Bowen er mjúk heildræn meðhöndlun á vefjum, aðallega bandvef. Þar sem fingurnir eru notaðir til að framkvæma rúllandi hreyfingar á stöðum þar sem vöðvar og bein mætast, á taugabrautum, svæðum tengdum flæði blóðs, sogæðavökva og orku. Meðferðin örvar líkamann og hefur þau áhrif að hann virkjar sinn eigin meðfædda heilunarmátt, hann fer sjálfur að laga það sem er að. Hvernig fer meðferðin fram? Meðferðin tekur alla jafna u.þ.b. 45 mínútur og gengur þannig fyrir sig að þú liggur á bekk á meðan ég framkvæmi fyrirfram ákveðnar hreyfingar með fingrunum yfir mjúkvefi líkamans. Þá er stutt hlé milli hreyfinga í nokkrar mínútur til þess að gefa heilanum færi á að vinna úr þeim skilaboðum sem hann fær send. Hægt er að meðhöndla gegnum léttan klæðnað og eru náttfött og þessháttar bómullarklæðnaður í miklu uppáhaldi ( alls ekki mæta í gallabuxum eða leðri nema hafa aukaföt með ). Lágmarksmeðferð eru þrjú skipti með 5-10 daga millibili. Til að fá hámarks virkni í Bowen-meðferðinni er mælt með að vera ekki í annarri líkamlegri meðferð, hvorki í vikunni á undan né eftir, þó er í lagi að vera í lyfjameðferð, næringarmeðferð eða líkamsþjálfun og öll hreyfing eykur árangur . Bowen hentar öllum. |