Reynslusögur

 Ég var orðinn kraftlaus í annari hendinni gat ekki lengur haldið utan um neitt eða kreppt hana almennilega, læknarnir sögðu mér að prufa að fara í sjúkraþjálfun og ætluðu svo að athuga mig eftir árið hvort ég væri búin að ná einhverjum krafti í hana þá.

Daginn eftir bowen-meðferðina hjá Jórunni var ég komin með fullan kraft í hendina og gat kreppt hana á ný.

Svavar Kærnested 87 ára


Ég var vanur að fara til kírópraktors a.m.k einu sinni í viku til að halda bakverkjunum niðri var búin að gera það í þrjú ár samfleytt þegar ég kynntist bowen hjá Jórunni eftir þrjú skipti fann ég ekki fyrir bakverkjunum.

Núna mæti ég á 6 mánaða fresti til að fyrirbyggja að ég versni á ný.

Ari Karlsson 31 ára


Ég fékk mígreniskast svona tvisvar til þrisvar í mánuði sem voru svo slæm að ég þurfti oft að vera frá skóla í tvo daga, lá bara og át töflur, núna fer í ég bowen til Jórunnar á sex mánaða fresti í eitt skipti í bowen og er alveg hættur að fá köst

Kristófer Kristófersson 16 ára


Var búin að vera með asma síðan ég var 15 ára gömul, og alltaf á lyfjum. Fékk ótrúlegan bata hjá Jórunni eftir 3 skipti í bowen og hætti á lyfjunum

Maureen Patricia Clark 40 ára


Dear Jórunn,
Wanted to provide some thoughts on my recent visit to you, your facility and Bowen therapy 
Firstly, wanted to comment how calm and relaxing the environment was, really putting me at ease.
Your relaxed therapy, expertly and professionally provided, was very helpful in relieving some serious joint pain in my right ankle, and back, was the greatest of experiences, not only for the body, but for the soul.
Indeed I did see a marked difference in the pain, which was relieved for some time. Just amazing!! 
Knowing I need to do at least 3 visits to take effect, I will look forward to coming back in the near future to your oasis of peace, tranquility, and relaxation

 Warm regards, Patrick


Var með frjóofnæmi og hélst illa útivið á sumrin nema taka ofnæmistöflur á hverjum degi. Eftir nokkur skipti í bowen hef ég hætt allri notkun á ofnæmislyfjunum og klippi runna og slæ gras á þess að fá ofnæmisviðbrögð. Fer svo reglulega í bowen til Jórunnar til að fyrirbyggja að ofnæmið komi aftur.

Jón Gunnar Hauksson 33ára


Ég var slæm í baki og búin að vera með stöðugar hellur í 8 mánuði eftir bowenið hvarf bæði bakverkurinn og hellurnar og nú skelli ég mér stundum á bekkinn til Jórunnar fyrir keppnir

Rut Sig 37ára


Ég var búin að vera slæm í bakinu í nokkurn tíma þegar mér var bent á Jórunni. Ég fór í tvo tíma og fann ekki mikinn mun og vildi komast í nudd. Fór í þriðja tímann frekar neikvæð og sagði að þetta væri síðasti tíminn minn og eftir það ætlaði ég að fara í nudd, þráði að lagast. Nú þriðji tíminn hafði þau áhrif að ég hef ekki fundið til og ekki farið í nudd. Mæli eindregið með þessari tækni og Jórunni.

Guðrún Jónsdóttir



Ég hafði verið með verk að aftan,þessi verkur hafði verið í tæp 2 ár og búinn að þjaka mig mikið. Ég var búinn að fara í ca 20 tíma í sjúkraþjálfun með tilheyrandi kostnaði og eins og sjúkraþjálfarar segja alltaf. "Hvíla, hvíla, hvíla" en ekkert lagaðist. Læknir sem ég fór til sagði mér að hvíla og gaf mér einhver lyf, sama sagan enginn árangur. 

    Svo fór ég til Jórunnar og hún byrjaði að pota í mig, eins og ég vil orða það  ; ) Þegar ég lá á bekknum hjá henni í fyrsta tímanum fannst mér þetta pot hennar ansi tilgangslaust og munaði engu að ég færi í miðjum tíma. En viti menn eftir tímann var verkurinn nánast farinn og ég sem hafði verið haltur þegar ég kom til hennar gekk nánast eðlilega frá henni. Hún tók mig síðan þrisvar sinnum og ég var alheill. Fékk nokkrar æfingar og teygjur í heimanám og hef verið góður í síðan.

Bjarni Gaukur


 

Það er á kristaltæru að þetta er meðferð sem þrælvirkar. Ég hafði fundið fyrir eymslum í baki en eftir tímann í sérlega góðu andrúmslofti hjá Jórunni er ég allt annar maður og hika ekki við að fara aftur ef eitthvað bjátar á.


  Ægir Rafnsson


 

Ég hef sjaldan verið betri i kroppnum þökk sé bowen og Jórunni,mæli alveg hiklaust með þessu.
Guðmundur Helgi


Þegar Siggi sonur minn sem var þá sirka fimm mánaða og búin að vera með nokkurra daga meltingarstíflu sem varð til þess að maginn hans varð grjótharður, leitaði ég ráðalaus móðirin til Jórunnar sem tók drenginn í bowen meðferð. Skemmst er frá því að segja að meltingin komst í lag samdægurs og hefur ekki verið vandamál síðan. Við eigum bowen og Jórunni mikið að þakka.

Matthea Sigurðardóttir



Ég er með vefjagigt og slitgigt sem og mjög svo furðulega hendi, ég fór í bowen til Jórunnar nokkrum sinnum og í fyrsta tímanum fannst mér hún gera "fullt af engu" en svo var ekki smile Ég fann mun á hendinni sem og öllum þeim verkjum sem höfðu hrjáð mig til margra ára smile
Einnig langar mig til að benda á að eitt skiptið kom drengurinn minn með mér í tíma þar sem hann var ekki í frístund þann daginn og hann talaði um það eftir tímann hversu gott þetta hefði verið og spurði: "Mamma hvernær ferðu að hitta konuna aftur og má ég koma með þetta var svo gott"

Theodóra Arndís Berndsen



Ég hafði verið slæm í öxlinni, svo slæm að ég gat ekki verið í öryggisbelti því það liggur að öxlinni. Fór í Bowen til Jórunnar og á leiðinni heim gat ég notað öryggisbeltið, fann ekki fyrir neinum óþægindum
.
Þyri Sölva

Ég á eina átta vikna dömu sem byrjaði um þriggja vikna aldurinn með þessa yndislegu magakveisu, voru komnar þarna þrjár vikur alveg straight sem litla krílið grét sáran öll kvöld og við foreldranir labbandi um gólf eða vaggandi í vagni eða rúntandi á bílnum til að sefa litlu dömuna, keyptir voru allir dropar á markaðnum og farið eftir öllum ráðum með mataræðið (er með á brjósti ) og komið út í það að ég (mamman) þorði bara ekkert að borða lengur. Einn daginn í minni venjulegri rúntferð um netið, (Blandið) tók ég eftir að konur voru að tala um Bowenmeðferð, aldrei hafði ég heyrt um þetta en tilbúinn að prufa allt, setti mig í samband við Jórunni og hún bauð mér strax að koma. Tveim dögum seinna er ég mætt með litlu, ekki vitandi hvað ég væri að fara útí, myndarleg og góðleg kona tók á móti mér og tók litlu í fangið sitt og vann með hana ljúflega, þetta tók um svona fimm mínútur og svo kvöddum við Jórunni. Þegar ég kom heim þá var ég nú svoldið efins þar sem sú litla grenjaði með ekkasogum í bílnum, kom heim og setti hana í vagninn og hún steinsofnaði. Dagurinn leið og kvöldið nálgaðist og ég varð orðinn stressuð, ég vissi hvað beið mín, grenjandi kríli í tvo til fjóra tíma, en svo gerðist það sem ég bjóst ekki við, sú litla sofnaði bara, og vaknaði ekki fyrr en um nóttina til að drekka, og svona hélt þetta áfram, kveisan gufaði upp og ég fékk litla væra stelpu. Ég ákvað nú samt að fara einu sinni enn með hana var að fara norður til ömmunar og var smeyk um að sú litla myndi taka upp kveisuna aftur ,Jórunn bauð mér aftur og það var greinilegt að þeirri litlu leið vel hjá henni.Í dag á ég litla,væra snót sem er pollróleg alla daga og öll kvöld og allar nætur,eg lít á Jórunni sem ponsu galdranorn, góða galdranorn sem tekur ungbörn frítt bara til að hjálpa og lina sársaukann, ég mæli eindregið með henni og stend með því,


                                                                                                               Takk fyrir kv Eyrún Gísladóttir.


Var búin að vera með blöðrubólgu mjög reglulega í 9 ár. Hef tekið allar tegundir af sýklalyfjum og talað við marga lækna. Einnig missti ég reglulega úr skóla og vinnu. Eftir þrjú skipti hjá Jórunni hef ég ekki fundið fyrir neinum blöðrubólgu einkennum og ekki misst einn dag úr vinnu.

Svava Hildur 25 ára



Þessi meðferðarfræði er með ólíkindum, gerir manni ótrúlega gott, bæði andlega og líkamlega, kærar þakkir fyrir mig Jórunn!

Allan Ragnars
Bowen hefur bjargað mér
og bætt úr öllum meinum
Ljósi Jórunn lýsir hér
Það líkist göldrum einum
Með þökk fyrir mig kv.Svandís


Ég held að þessi kona hún Jórunn sé galdrakona,þó ætlast ég ekki til að hún verði brennd á báli heldur fái fleiri tækifæri til að fá lækningu hjá henni. Gangi þér sem best kona góð

Inger Helgadóttir


Dóttir mín var mjög óvær strax frá fæðingu, hún var rosalega spennt öll og stíf. Hún svaf mjög lítið, nær ekkert allan daginn og ef hún sofnaði var hún vöknuð strax aftur. Hjúkrunarfræðingurinn frá ungbarnaverndinni taldi að hún væri mögulega með hryggskekkju. Þegar hún var svo þriggja vikna fór ég með hana til Jórunnar og strax í tímanum sá ég hvernig hún slappaði af og virtist líða strax betur. Þennan fyrsta sólahring eftir Bowen meðferðina sáum við foreldrarnir undraverðan mun, hún varð miklu rólegri og svaf loksins vært. 3 dögum seinna fór ég svo með hana til læknis og bakið var í lagi. Viku eftir tók Jórunn hana svo aftur og stúlkan mín er orðin svo afslöppuð og fín eins og ungabörn ættu að vera. Bestu þakkir fyrir okkur!

Heiða Hrönn


Ég fór í hnéaðgerð og sterk verkjalyf dugðu ekki svo ég fann stöðugt til og náði varla að sofa fyrstu vikuna nema mjög óreglulega. Ég hafði litla trú á BOWEN en var til í að prófa það.
Jórunn gerði Bowen á mér og notaði jafnframt ljósið.  10 mínutum eftir meðferðina hurfu verkirnir og ég svaf alla nóttina til morguns.  Jórunn er næm og hefur góða nærveru og er mjög umhugað um sína sjúklinga.

 

Þorsteinn Gunnarsson 66 ára.




Ég leitaði til Jórunnar því ég var með stöðuga verki í mjóbaki. Mér fannst ég strax finna mun á mér. Eins náði ég einstakri slökun í tímunum sem hjálpaði mikið við vöðvabólgu sem ég hafði glímt við lengi.

Nína Arnbjörnsdóttir


Ég hef lengi verið slæm í fótum og allmennt með verki í skrokknum, ég sá auglýsingu um Bowentækni hjá Jórunni og ákvað að skella mér á tíma og sé sko ekki eftir því. Jórunn er bara frábær eftir fyrsta tíma sýndi ég miklar skapsveiflur heima fyrir og fann svo mikinn léttir eftir á. Ég talaði um það við hana í öðrum tíma og tjáði hún mér það að hún hafi verið að vinna með tilfinningarnar  mínar.
Ég hef mjög gaman að því að dansa en hef átt mjög erfitt með það í langann tíma og hefur það farið versnandi ,eftir tvö skipti í bowen hjá Jórunni fór ég á ball og dansaði í  a.m.k. þrjá tíma nær stanslaust það var sama hvort ég tjúttaði, dansaði gömlu dansana eða línudansa ég fann ekkert til í fótunum og ekki einu sinni daginn eftir sem var mjög óvenjulegt. Mig hlakkar til að mæta í næsta tíma og ætla mér að vera reglulega hjá henni
.
Halldóra M Gunnarsdóttir   56 ára


Ég er buin að vera bara rosalega góð síðustu vikur sidan ég kom frá bowen timanum, verkirnir i  hnjánum eru næstum því horfnir og i bakinu er ég lika ordin mjög góð, smá verkir stundum, ég er samt að passa mig að gera réttar beygingar. takk fyrir þína æðislegu vinnu Jórunn, ;-)

Barbara Plesec, 45 ára


Ég tognaði í nára fyrir 20.árum og tók ekki eftir því að ég var hætt að hreyfa mjöðmina var að stirðna upp og hreyfigeta orðin 15%.  Fyrir tveim árum reif ég liðþófa í hné og þá sýnir læknirinn mér að þetta sé líklega ástæðan fyrir hvernig fór fyrir liðþófanum, á meðan ég er að bíða eftir aðgerð þá var ég hjá sjúkraþjálfara sem reyndi að liðka mjöðmina ásamt öðru . Okkur tókst ekki nógu vel með mjöðmina og var ég meira meðvituð um verki sem leiddu út frá henni. Ég datt niður á Jórunni og fór í 3 tíma og eftir 2 tíma labbaði ég út frá henni og haltraði ekki eins og ég hef gert í mörg ár en ég hafði ekki tekið eftir að ég haltraði, en mitt fólk tók strax eftir að ég labbaði flott og voru hissa og hafa spurt hvað gerðist. Nú er Verkurinn farinn og mér líður vel.

Takk fyrir mig. Herdís

Ég datt heima hjá mér niður stiga og brákaði rófubeinið. Læknirinn sagði að ég væri lengi að ná mér og taka ætti bæði bólgueyðandi og verkjalyf.Út af þessu ætlaði ég að afpanta tíma í Bowen en eftir símtal við Jórunni og hvatningu frá henni að sleppa EKKI tímanum fór ég í meðferðina.Strax næsta dag fann ég mikinn mun á mér. Ég gat miklu betur hreyft mig og eftir tvo daga þurfti ég ekki lengur að taka verkjalyf.


Elke Gunnarsson


Stelpan okkar var búin að vera óróleg í fleiri nætur og tók bara stutta lúra á daginn. Hún virtist oft kvalin og grét oft. Við vorum sannfærð um að þetta væri þessi klassíska magakveisa sem oft kvelur lítil kríli. Eftir ýmsar árangurlausar tilraunir til að hjálpa stelpunni okkar römbluðum við inn á spjallþráð þar sem talað var um Bowen. Eftir að hafa skoðað betur og rætt við fleiri kom í ljós að margir í kringum okkur hefðu nýtt sér þessa tækni til að ná bata og þá náð skjótum árangri. Við höfðum því samband við Jórunni og fengum tíma hjá henni. Strax eftir fyrsta tímann í Bowen meðferðinni varð stelpan okkar allt önnur og sýndi mikil batamerki. Hún sofnaði strax í bílnum á leiðinni heim og svaf lengur en vanalega. Við héldum því áfram að fara með hana er í þrjú önnur skipti. Í dag er stelpan okkar laus við magakveisu og sefur vel. 
Við mælum 100% með Bowen meðferðinni og Jórunn kann sitt fag. Við erum ævilega þakklát fyrir Jórunni og hennar meistara tækni í faginu. 

Kæra Jórunn, takk fyrir aðstoðina. 

Kveðja Geir og Tinna


Ég var búinn að vera hjá kírópraktor í rúm 2 ár útaf verkjum í baki þegar ég rakst á auglýsingu á facebook frá Jórunni, ákvað að láta vaða og sé ekki eftir því,fór í 3 tíma og er hættur hjá kírópraktornum..! Jórunn er mikill snillingur, mæli eindregið með bowen og sérstaklega hjá Jórunni..:)                                                                              

Tobbi 34.ára smiður  



Það að komast í bowen hjá Jórunni er alveg frábært og hún er búin að bjarga mér mjög oft þegar ég er orðin mjög slæmur í skrokknum

 

Hilmar Páll Jóhannesson 40 ára


"ég fór í bowen til Jórunnar og þið vitið þegar viftan er búin að vera í gangi í smá tíma og maður hálfgert er hættur að taka eftir hávaðanum en svo slekkur maður á apparatinu og þá kemur þvílík kyrrð yfir ...einmitt þannig leið mér eftir bowentíman, ég mæli eindregið með stelpunni"


Herbert Guðmundsson


Ég var búin að vera slæm í fótunum í nokkurn tíma þegar mér var bent á Bowen hjá Jórunni. Ég fór í tvo tíma og fann ekki mikinn mun.  Fór í þriðja tímann ákveðin í að þetta væri síðasti tíminn minn en þá fann ég  batann koma einhvern vegin til mín. Ég hef ekki fundið til í fótunum og er öll miklu betri eftir að Jórunn kenndi mér að gera léttar æfingar til að styrkja mig. Mæli eindregið með þessari tækni og Jórunni.


Sigrún Hilmarsd.



"Dóttir mín var óvær fljótlega eftir fæðingu sem versnaði bara. Hún var með þessa svokölluðu "ungbarnakveisu" sem virtist byrja frekar snemma og þó hún væri verst á kvöldin/næturnar þá var alltaf pirringur í henni og erfitt að leggja hana frá sér. Hún var því mikið á handlegg þegar hún var vakandi og erfitt var að svæfa hana en það þurfti mikið "rugg" eða ganga um gólf. Hún var mjög stíf og spenna í henni af magaverkjum og gerði það að verkum að hún átti erfitt með að slaka á til að sofna. Ég hafði heyrt af Jórunni og langaði til að prófa. Ég hafði samband við hana og fékk að koma með stuttum fyrirvara til hennar. Jórunn sagði mér að sum börn þyrftu fleiri en einn tíma og þar sem ég sá engan mun eftir fyrsta skiptið ákvað ég að hafa samband við hana aftur. Hún bauð okkur að koma aftur. Þess má einnig geta að dóttir mín hafði ekki haft hægðir í marga daga og var farið að líða verulega illa af því auk kveisunnar. Eftir seinna skiptið hafði dóttir mín hægðir lengst uppá bak um kvöldið og einnig daginn eftir. Eftir þetta var eins og meltingin kæmist í lag og varð þetta ekki meira vandamál. Dóttir mín sem þá var að verða 2 mánaða varð allt önnur, henni leið orðið mikið betur og ég gat lagt hana í ömmustól og leikteppi án þess að hún gréti þar.
Kærar þakkir fyrir okkur :) "

Með kveðju,
Steinunn Sævarsdóttir


Er að koma úr stuttum hröðum göngutúr. Það hef ég ekki getað í 20 ár. Hreyfigeta axlanna hefur ekki verið eins góð og í dag í 10 ár. Þetta hefur gerst eftir 3 tíma í afslöppun hjá Jórunni. Samspil taugakerfis og líkama er lítið kannað. Enn er verið að kortleggja heilann eins og nóblelsverðaun í læknisfræði 2014 vitna um. Maður veit lítið um ósjálfráða taugakerfið og áhrif þess á líkamann. Jórunn er ein af þeim sem virðast skilja meira um þetta en stendur í bókum.

Bestu kveðjur,
Guðni Stefánsson



Sæl Jórunn,
Eftir tímann var hann frekar pirraður en hann hefur verið eins og ljós síðustu daga. Finnst eins og hann sé allt annað barn, ég hugsa bara getur það verið að 2 tímar í Bowen hafi geta haft þessi áhrif, finnst það svo ótrúlegt.
Hann er rólegri og jákvæðari, Morgnarnir eru allt aðrir, jákvæðari við að læra heima - ekki þessi mikli mótþrói, þráhyggjur og áráttur hafa minnkað alveg heilmikið. Einnig finnst mér félagsleg staðan hjá honum hafa breyst. Hljómar kannski fáránlega en ég sé það bara með því að horfa á hann að honum líður betur það er eitthvern vegin léttari yfir honum

Takk fyrir frábæra þjónustu.
Bkv. Þórunn María
 
Sæl mín kæra Jórunn
Langaði að senda þér sérstakar þakkir fyrir að taka við mér með svona stuttum fyrirvara um daginn. Þú bjargaðir mér alveg og ég er svo ánægð með þig og þína meðferðir. Þú ert alger snillingur. Bowen meðferðir hjá þér er það sem hefur virkað lang best á bakið á mér og skilað algerum kraftaverkum. 
Það losnaði um í bakinu og gat ég aftur farið að sitja og hreyfa mig, er reyndar tognuð í bakinu vinstra megin, en það vinnst á lengri tíma, en allur stífleikinn í bakinu fór eins og dögg fyrir sólu. 

Kærar þakkir
kv. Þórdís Bjarnadóttir 

Comments